Tól og tæki til að hægja á upptökunum

er að finna á þessarri síðu, bæði fyrir PC, Mac og iPhone eða iPod.  Þetta er spilari sem getur hægt á hljóðskrám án þess að þær lækki í tónhæð, en líka er hægt að stilla tónhæðina. Hægt er að vista skrárnar með breytingum (t.d. hægar) og skrifa á disk.>  Hægt að ná í prufuútgáfu ókeypis, en annars þarf að kaupa forritið.

Best Practice

Þokkalegtókeypis forrit sem gerir svipaða hluti og Amazing Slow Downer. Forritinu hefur ekki verið haldið við síðan 2007 en sú útgáfa er nothæf:

http://bestpractice.sourceforge.net/

og hlekkurinn til að ná í forritið : http://sourceforge.net/projects/bestpractice/files/bestpractice/1.03.1/bpsetup_1_03_1.exe/download

____________________________

Audacity® er einnig ókeypis (alla vega ennþá)  http://audacity.sourceforge.net/  Getur verið pínu flókið fyrir þá sem ekki kunna mikið á tölvur en fyrir vel tövlulæst fólk þá er auðvelt að finna út úr þessu t.d. með youtube kennslumyndböndum

___________________________

Í Windows Mediaplayer er líka innbyggður sá möguleiki að hægja á spilun Leiðbeiningar eru hér:

http://windows.microsoft.com/en-US/windows-vista/Change-playback-speed-in-Windows-Media-Player

Það er líka tengill í video á þessari síðu sem sýnir hvernig á að gera.

Nótnaskriftarforrit

Musescore er ókeypis nótnaskriftarforrit.http://musescore.org/

Ókeypis nótnaskrift á netinu.http://www.noteflight.com/login

Upptökur fyrir píanó

Jenny MacMillan er píanókennari sem hefur sett upptökur, meðal annars með sitt hvorri hendi, og sumar í hægum hraða á netið. Sjá “Jenny´s recordings” tengilinn á síðunni:

http://www.jennymacmillan.co.uk/