Foreldrafélag Allegro

Foreldrafélag Allegro Suzukitónlistarskólans var stofnað haustið 2012 með það markmið að efla tengsl foreldra, nemenda og starfsfólks sem og tengsl nemenda innbyrðis.
Einnig virkja foreldra til þess að taka þátt í og hafa aukin áhrif á aðbúnað og störf tónlistarskólans í samráði við starfsfólk og að tryggja með því sem best velferð nemenda í tónlistarskólanum.
Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Allegro að foreldrar skiptast á að hafa umsjón með kaffi á laugardögum þegar hóptímar eru. Helstu verkefni foreldrafélagsins eru að skipuleggja kaffumsjónina, hópferðir á tónleika, vorferð og annað tilfallandi. Facebook síða foreldrafélagsins er hér og netfang foreldrafélagsings er allegro.foreldrafelag@gmail.com

mynd