Allegro tók þátt í Nótunni 2022

Með litlum fyrirvara ákváðum við að senda nemendur til að taka þátt í tónleikum Nótunnar sem voru nýlíðna helgi. Annað fyrirkomulag var en áður að því leyti að ekki var lengur um keppni að ræða til að fá að leika á lokatónleikum. Hins vegar kom í ljós að líka var verið að leita eftir einleikurum til að leika með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og voru sérstakir tónleikar aukreitis til að gefa fleirum kost á að vera með. Við sendum vaska sveit fjögurra fiðluleikara sem allir stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum til sóma. Haraldur Áss var einn hinna heppnu og var valinn til að leika einleik með hljómsveitinni næsta vetur. Við óskum honum, foreldrum og kennara innilega til hamingju!

Kammervika í Allegro

Í öskudagsvikunni breyttum við til og höfðum kammerviku með áherslu á íslenska tónlist. Nemendur máttu mæta í búningum og fengum svo íspinna á eftir. Bara samspilshópar, mikið fjör, og sérlega gaman eftir allt covid vesenið að brjóta aðeins upp hina hefðbundnu kennslu.

Framlag Allegro til NET-Nótunnar 2021

Myndbandið hér fyrir neðan er framlag Allegro til NET-Nótunnar 2021

Upplýsingar vegna næsta skólaárs

Allar helstu upplýsingar varðandi hóptíma næsta vetur eru nú komnar á heimasíðuna og sömuleiðis drög að skóladagatali. Skólinn er fullsetinn. Kennsla hefst 30. ágúst.

Skýrsla

Starfskýrsla Allegro 2019-2020 og starfsáætlun 2020-2021

Þessari skýrslu er skilað til Reykjavíkurborgar á grundvelli reglna um þjónustusamninga við tónlistarskóla. Líklega lesa hana ekki margir!

Nemandi úr Allegro einleikari með Sinfóníuhjómsveit Áhugamanna

Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna var með tónleika laugardaginn 30. nóvember 2019 í samstarfi við Nótuna, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Þar flutti Þórunn Sveinsdóttir ásamt sveitinni Fiðlukonsert í G-dúr eftir Mozart. Einnig var á dagskránni fiðlukonsert í a-moll eftir Vivaldi og Magnificat eftir Bach.

Nokkrir myndbútar af nemendum Allegro

Hér má sjá myndbandsupptökur frá tónleikum Allegro
tónleikar Ástu Dóru 2017

Tónleikar í Hörpuhorni 2017

Nótan 2016

Barnamenningarhátíð 2016 (pianótónleikar)

Viktor og Freyr

Anais

Nótan 2012

Nótan 2011