Afmæli Allegro

Haldið verður upp á 20 ára afmæli Allegro með tónleikum og samveru þann 12. september, en þann dag var skólinn stofnaður árið 1998. Sjá nánar fésbókarviðburð hollvinafélagsins

Fundur fyrir nýja foreldra

Fræðslu- og kynningarfundur fyrir nýja foreldra verður haldinn miðvikudagskvöldið 29. ágúst kl. 20.00 í Sal Allegro, Langholtsvegi 109.

Skólabyrjun

Kennsla hefst þann 27. ágúst og fyrstu hóptímar verða 1. september. Tónfræði og hljómsveitir byrja í vikunni 3.-7. september. Langur biðlisti er eftir námi á píanó, en hægt er að bæta við örfáum nemendum á aldrinum 3-5 ára á fiðlu.

Sigurvegari úr Allegro

Ásta Dóra Finnsdóttir, píanónemandi i Allegro vann til fyrstu verðlauna í sínum flokki, 11 ára og yngri, í alþjóðlegu píanókeppninni "Young Pianist of the North Competition" í Newcastle í vikunni. Keppt var í þrem flokkum en keppnin er fyrir 21 árs og yngri. Eitt af markmiðum keppninnar er að allir snúi heim sem sigurvegarar, því þátttakendur fá einnig tilsögn og endurgjöf frá dómnefnd. Þetta er tíunda árið sem keppnin er haldin. Sigurvegarar komu víða að úr heimunum, auk Íslands frá USA, Azerbaijan, Singapore, Albaníu og Þýskalandi. 🙂 Frábær árangur!

Verðlaunahafi úr Allegro

Bestu haminguóskir til Emilíu Árnadóttur fiðlunemanda í Allegro, kennara hennar og fjölskyldu! Emilía sendi upptöku í alþjóðlegu Oscar Reading fiðlukeppnina, var valin í gullflokk, sem þýðir að hún var ein af 10 í hennar aldursflokki sem fékk að taka þátt í úrslitum keppninnar í Selje í Slóveníu.

Emma spilaði til úrslita og hlaut þriðju verðlaun 🙂 Frábær árangur!

Allegro á Barnamenningarhátíð 2017

Hér má sjá myndbandsupptöku af tónleikum Ástu Dóru og hér má líta myndbandsbúta frá seinni tónleikunum í Hörpuhorni.

Nokkrir myndbútar af nemendum Allegro

Nótan 2016 Nótan 2012 Nótan 2011 Barnamenningarhátíð 2016 (pianótónleikar) Viktor og Freyr Anais