Blog Layout

Skólaárið hafið

5. september 2024

Skólaárið er hafið

Nýtt skólaár hófst í Allegro 26.ágúst. Að venju förum við af stað með trukki. Fyrstu hóptímar vetrarins voru laugardaginn 31.ágúst og sama dag voru fyrstu laugardagstónleikarnir haldnir.  12 nemendur voru tilbúnir að spila á tónleikum og verður það að teljast vel af sér vikið í fyrstu skólaviku vetrarins. Þessir nemendur voru búnir að taka þátt í sumarnámskeiðum í sumar ásamt því að hafa verið mjög dugleg að æfa sig í sumarfríinu. Það var skemmtileg tilviljun að fimm pör af systkinum komu fram á tónleikunum.

Í byrjun skólaárs hafa orðið breytingar á stjórnun skólans. Gróa Margrét tekur við sem skólastjóri og Anela verður aðstoðarskólastjóri. Við munum halda áfram að starfa í þeim góða anda sem Kristinn og Lilja hafa byggt upp í skólanum í gegnum árin og sem betur fer fáum við áfram að njóta þess að hafa þau í kennaraliðinu okkar.

Deildu þessari frétt

Share by: