Það var gaman að heyra fiðlunemendur leika gömul endurunnin lög á örtónleikum síðasta hóptímadag og píanónemendur í eldri hópum leika fyrir yngri nemendur.
Við höldum áfram að vinna með upprifjun og mánudag og þriðjudag fyrir vetrarfríið í febrúar verður svokallað uppbrot. Þá munum við áfram vinna í hópum með upprifjun sem aðalmarkmið. Þá er markmiðið ekki bara að geta spilað gömlu lögin heldur geta leikið þau sífellt betur og betur, hlusta eftir tóni og túlkun, hendingum og tilfinningum! Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið kemur von bráðar!
Til að halda gömlu lögunum við má nota gamla ráðið að setja nöfnin á lögunum í krukku og draga nokkur lög dag hvern til að hita upp. Þeir sem vilja nýta sér tæknina geta náð í öpp á borði við "spin wheel" eða "decision roulette" til að gera upprifjunina meira spennandi. Það er líka til íslenskt app fyrir píanónemendur, "Píanóæfingar - Upprifjun" sem Berglind Rós Guðmundsdóttir hefur búið til.
Sími: 588 6200
Netfang: allegro@allegro.is
Langholtsvegi 109-111,
104 Reykjavík
Stafrænar lausnir frá