Meira um skólann

Algengar spurningar

  • Hvenær eru tímar og hve oft?

    Einkatímar eru vikulega, tímasetning í samráði við kennara, og einkatímar aðra hverja viku að jafnaði, oftast fyrir hádegi á laugardögum.

  • Hvernig er með hljóðfæri, þarf að kaupa þau?

    Flestir kaupa fiðlur, oft notaðar af foreldrum sem þurfa að skipta og fá stærri hljóðfæri, en skólinn á aðeins örfáar fiðlur til leigu. Kennarar þurfa að meta hvaða stærð hentar. Píanónemendur þurfa að hafa aðgang að píanói heima hjá  sér, helst akústísku en ekki rafmagsnhljóðfæri. Skammel undir litla fætur er einnig nauðsynlegt.

  • Hvernig er Suzuki aðferðin frábrugðin hefbundnu tónlistarnámi?

    Við viljum byrja með börnin ung, helst við 4-5 ára aldur. Við byrjum strax að kenna á hljóðfæri en erum ekki með forskóla eins og víða  í hefðbundnum tónlistarskólum. Foreldrar þurfa að mæta með í alla tíma og bera ábyrgð á daglegum heimaæfingum. Við erum bæði með hóptíma og einkatíma. Við byrjum ekki að lesa nótur fyrr en nemandinn er  kominn með góðan grunn á hljóðfærið sitt.

  • Hve snemma geta börnin byrjað?

    Þau geta byrjað formlegt nám 3-4 ára á fiðlu og 4- 5 á píanó, en hlustun getur hafist miklu fyrr, því meiri tónlist sem er í umhverfinu því betra!

  • Þurfa foreldrar að kunna eitthvað í tónlist?

    Nei alls ekki, bara að hafa gaman af henni!

  • Hvers er krafist af foreldrum í tímum?

    Þau þurfa að sitja þögul og fylgjast vel með og skrifa niður til minnis til að vita hvað og hvernig á að æfa með börnunum heima. Endilega spyrja eftir tímann ef eitthvað er óljóst varðandi heimaverkefnin!

  • Hvenær geta börnin farið að mæta ein í tíma?

    Hér ræður aldur og þroski hvers og eins, þegar börnin geta tekið ábyrgð á æfingum þá slaknar smátt og smátt á ábyrgð foreldra, og oftast er það um unglingsaldurinn.

  • Hvað er gert ef börnin eru óþekk í tímum?

    Þá er tíminn einfaldlega stöðvaður hjá barninu, en ef til vill fær foreldrið tíma í staðinn. Ef barnið er ekki tilbúið, þá þýðir ekkert að dextra það til, það missir einfaldlega af! VIð bóðum þolinmóð í þeim tilfellum sem barnið er ekki tilbúið, ef umhverfið er hvetjandi og það hefur góðar fyrirmyndir þá verður það tilbúið þegar þess tími er kominn!

  • Hvað kostar námið?

    Gjald fyrir grunnnám án tónfræði er 180.000 kr á ári sem skipt er í þrjár greiðslur. 

Tónleikar

Það er hluti af náminu að koma fram á tónleikum og sýna getu sína. Með því eflum við sjálfstraustið. VIð reynum að láta alla nemendur koma fram minnst einu sinni á tónleikum á önn, auk þess sem allir nemendur taka þátt í sameiginlegum hóptónleikum um jól og vor.  Auk þess eru útskriftartónleikar úr bókum minnst tvisvar á vetri.

Samspil

Samspil er hluti af námi strengjaleikaranna, þau fara að leika í hljómsveit um leið og nótnalesturinn er kominn á skrið og það hjálpar líka mikið framförum í nótnalestri.

Síðan erum við með samspilsvikur þar sem við vlöndum saman hljóðfærum og nemendur æfa kammertónlist saman.

Skólanamskrá

Tónfræði og nótnalestur

Nótnalestur er kenndur í einkatímunum þegar barnið er kominn með góðan tæknilegan grunnn á hljóðfærið sitt. Lestur er einnig undirbúinn í píanóhóptímum. Eiginleg tónfræðikennsla hefst við níu ára aldurinn, þá mæta þau einu sinni í viku í sérstaka tónfræðitíma og taka síðan grunnpróf og miðpróf samkvæmt námskrá tónlistarskóla.

Sækja um nám

Viltu vita meira?  Hafðu samband og sendu okkur línu!

Láttu okkur vita að hverskonar tónlistarnámi þú ert að leita að og við leiðbeinum eftir bestu getu!

Share by: