Starfsfolk

Starfsfólkið okkar


Anela Bakraqi píanó

Anela hóf píanónám sitt átta ára gömul í Tónmenntaskólanum í Reykjavík hjá Áslaugu Guðmundsdóttur.  Árið 2009 byrjaði hún í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Peter Máté og kláraði burtfararpróf vorið 2015. Síðan lauk hún B.Mus.Ed gráðu í hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Kristins Arnar Kristinssonar árið 2018 ásamt fyrsta hluta náms í Suzuki píanókennslu. Sama ár hóf hún meistara nám í klassískum píanóleik í Svíþjóð, Musikhögskolan i Malmö undir handleiðslu Hans Pålsson. Þar kláraði hún master í píanóleik vorið 2020, einnig diplóma gráðu vorið 2021. Samhliða náminu í Sviþjóð hefur Anela unnið sem píanókennari í virtum tónlistarskóla í Lundi, LIMUS Musikskola og í Malmö Musikskola. Anela hefur tekið þátt í mörgum verkefnum bæði á Íslandi og í Svíþjóð, til að mynda Caput tónlistarhópnum, Strengjasveitum Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og í barnóperu með Óp-hópnum, sinfóníuhljómsveit Malmö Musikhögskolans og í óperunni Ned Rorem Robbers í Malmö. Hún hefur einnig frumflutt verk eftir Eli Tausen á Lava

Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanó

Brynhildur Ásgeirsdóttir hefur kennt við Allegro Suzukitónlistarskólann frá árinu 2008. Hún er með öll réttindastig til kennslu samkvæmt Suzukiaðferðinni, og hefur hlotið þjálfun hjá Kristni Erni Kristinssyni, Lola Tavor í Sviss og Kasia Borowiak í Englandi. Hún starfar í dag við Allegro Suzukitónlistarskólann og í Tónlistarskóla Kópavogs og kennir alfarið samkvæmt móðurmálsaðferð Suzuki.

Hún lauk kennara-og burtfarapróf í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í Hollandi. Auk þess er hún með B.Ed gráðu í kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynsu af meðleik, með hljóðfæraleik og söng og með kórum. Hún er móðir þriggja barna sem öll hafa lagt stund á hljóðfæraleik samkvæmt móðurmálsaðferð Suzuki.

Guðmundur Kristmundsson, víóla og samspil

Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og fiðlukennari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og UM prófi frá Brabantsconservatorium de Tilburg í Hollandi 1990. Hann hefur komið fram víða um heim sem félagi í Bernardel kvartettinum, EÞOS kvartettinum og kammerhópnum Cammerarctica. Guðmundur kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík hefur verið fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1990. Hann hefur komið fram sem einleikari með hljómsveitinni. Guðmundur fékk úthlutað starfslaunum listamanna 2000 - 2002.


Helga Steinunn Torfadóttir, fiðla

Helga Steinunn er fædd 1969. Hún hóf fiðlunám sitt 9 ára gömul. Hún lærði hjá Lilju Hjaltadóttur við Tónlistarskólann á Akureyri 1985-90. Var nemandi Bryndísar Pálsdóttur og Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjvík 1990-95 þar sem hún lauk bæði Burtfarar og Kennaraprófi. Var við nám hjá Elisbeth Zeuthen Schneider dósent við Konunglega Konservatoríið í Kaupmannahöfn. Hún hefur lært Suzuki-kennslufræði undir handleiðslu Tove Detrekoy, Lilju Hjaltadóttur og Jaenne Jansen. Hún hlaut 5.stig árið 2009. Helga Steinunn hefur kennt á fiðlu frá árinu 1992 á Íslandi og í Danmörku. Hún hefur verið virk í tónlistarlífinu. Hún hefur m.a leikið í Sinfóníuhljómsveit islands og Hljómsveit íslensku Óperunnar.

Kristinn Örn Kristinsson, píanó, skólastjóri

Kristinn Örn Kristinsson píanókennari og skólastjóri hlaut tónlistarmenntun sína á Akureyri, í Reykjavík og í Bandaríkjunum. Hann hefur réttindi til að þjálfa Suzukikennara, hefur setið í stjórn Íslenska og Evrópska Suzukisambandsins. Hann hefur ritað bók um Suzuki tónlistaruppeldi og hefur kennt á námskeiðum víða erlendis og þálfað og prófdæmt kennara. Kristinn hefur einnig verið meðleikari við Söngskólann í Reykjavík, skólastjóri við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og kennt við Menntaskóla í tónlist og Listaháskóla íslands. Hann hefur reglulega komið fram í tónleikum og leikið inn á hljómdiska. 

Lilja Hjaltadóttir, fiðla

Lilja hefur verið skólastjórnandi og fiðlukennari við Allegro skólann frá upphafi og hefur mikla reynslu af að kenna nemendum á öllum stigum Suzuki námsins. Hún hefur kennt um alla Evrópu og er eftirsóttur kennari. Hún menntaði sig í fræðunum við Southern Illinois University hjá John Kendall og lauk þar masters gráðu.

Hún hefur séð um Suzuki kennaramenntun á Íslandi og víðar í Evrópu síðan 1990 og hafa flestir íslensku Suzukifiðlulennararnir notið hennar handleiðslu.

Lilja spilaði um árabil með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Bach sveitinni í Skálholti.

Hún á 3 uppkomin börn og 5 barnabörn svo ávallt líf og fjör í hennar lífi!


Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðla, samspil, deildarstjórn

Margrét Valdimarsdóttir fiðluleikari og fiðlukennari, lauk B. Mus gráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands árið 2006 undir leiðsögn Auðar Hafsteinsdóttur. Að loknu námi í Listaháskólanum fór hún til Þýskalands og síðan til Bandaríkjanna þar sem hún kláraði M.Mus gráðu í fiðluleik frá University of Illinois undir handleiðslu Sigurbjörns Bernharðssonar. Þá stundaði hún nám við The Hartt School hjá Anton Miller og útskrifaðist árið 2011 með Graduate Professional Diploma og Artist Diploma vorið 2013. Gróa Margrét hefur lokið 5. stigi í Suzukikennararéttindanámi. Gróa hefur mikinn áhuga á flutningi barokktónlistar og er meðlimur í Barokksveitinni Brák og leikur einnig með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Sigrún Harðardóttir

Sigrún Harðardóttir hóf Suzuki fiðlunám þriggja ára gömul við Tónskóla Sigursveins. Hún útskrifaðist með B.Mus gráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands 2011. Sigrún stundaði framhaldsnám í Berlín og Colorado og útskrifaðist með meistaragráðu í fiðluleik frá Lamont School of Music, University of Denver, vorið 2014 með fyrstu einkunn. Aðal kennari hennar var Linda Wang og hlaut hún fullan skólastyrk. Hún stundaði einnig Suzuki kennaranám við sama skóla hjá Kathleen Spring og lauk 5. stigi Suzukikennara.   


Sigrún hefur kennt í ýmsum tónlistarskólum á Íslandi og í Bandaríkjunum, á tónlistarnámskeiðunum Unison Strings á Grænlandi og sumarnámskeiðum íslenska Suzuki sambandsins og Fiðlufjöri.


Sigrún er virkur þátttankandi í íslensku tónlistarlífi, leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er stofnmeðlimur kammerhópsins Cauda Collective, er meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og strengjakvartettsins Lýru og hefur spilað með tónlistarhópum á borð við Caput, Spiccato og Skark. Hún er eftirsóttur fiðluleikari í hljóðveri, hefur m.a. leikið á hljómplötum með Björk og tónlist Ólafs Arnalds við sjónvarpsþættina Broadchurch sem hlutu Bafta tónlistarverðlaunin. Með Ólafi Arnalds hefur Sigrún ferðast vítt og breytt um heiminn og leikið í tónleikasölum á borð við Elbphilharmonie í Hamburg og Óperuhúsið í Sidney. Sigrún hefur einnig unnið að dagskrárgerð á RÚV og samið og flutt tónlist við ýmsar leiksýningar með leikhópnum Miðnætti.

Vigdís Garðarsdóttir, tónfræði

Vigdís stundaði nám við Tónlistarskóla Eyfjarðar og Akureyrar frá barnsaldri og útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 2000. Hún hefur starfað sem tónmenntakennari og almennur kennari á Flateyri, Akureyri, Sólheimum í Grímsnesi og í vesturbæ Reykjavíkur. Hún hóf störf sem tónfræðikennari við Allegro haustið 2020. 


Share by: