Hóptímar

12. nóvember 2020

Kæru foreldrar! Hóptímar og tónleikar verða á morgun laugardaginn 13. nóvember, samkvæmt áætlun. Píanóhóptímar 1, 2 og 4 falla þó niður vegna veikinda, en verða þess í stað viku síðar. Allir hlutaðeigandi eiga að hafa fengið póst um það.


Vegna stöðu covid mála munum við að sjálfsögðu fara varlega, grímur eru skylda þar sem ekki er hægt að koma við eins metra fjarlægð, og best er að ekki komi fleiri en eitt foreldri með hverju barni í hóptíma. Spörum heldur ekki sprittið og sápuna!


Bestu kveðjur

Skólastjóri

Deildu þessari frétt