Viðburðir

1. nóvember 2021

Við brýnum fyrir foreldrum að fylgjast vel með skóladagatalinu, eitthvað var um að nemendur vantaði í hóptíma síðustu helgi án þess að boð um forföll skiluðu sér! Forföll á að senda á viðkomandi hóptímakennara; öll símanúmer og netföng er að finna á heimasíðu skólans.

 

Hlustun og tónleikar! 

Grundvöllur góðs árangurs í Suzuki námi er hlustun. Þá erum við ekki að tala um vikulega hlustun, heldur daglega hlustun, þétta hlustun og síendurtekna. Þeir sem hafa einu sinni áttað sig á hve mikum árangri þetta skilar gleyma því ekki!


Það er líka hluti af tónlistaruppeldi okkar að fara og hlusta á tónleika, njóta tónlistar. Við viljum vekja athygli á nokkrum tónleikaviðburðum af þessu tilefni. 

Bestu kveðjur
Skólastjórnendur

Deildu þessari frétt