Laugardaginn 29. október var uppbrot á hefðbundnum hóptímum og áhersla lögð á upprifjun. Fiðlunemendur voru allir saman í stóra salnum og léku lög úr bókum 1-4. Síðan voru einnig örtónleikar þar sem nemendur úr efri bókum léku lög úr neðri bókum. Píanóhópum var skipt upp í smærri hópa og þar komu gestir úr eldri hópum til að leika með yngri hópum. Bæði léku gestirnir hljómameðleik með lögum úr bók eitt en einnig sóló bæði úr bók 1 og 2 og sömuleiðis efri bókum. Þar sem hrekkjavaka var á næsta leiti máttu nemendur mæta í búningum og nýttu sumir sér það tækifæri svo sannarlega! Að lokum voru laugardagstónleikarnir á sínum stað og foreldrafélagið sá um kaffi og meðlæti eins og venjulega á laugardögum!
Sími: 588 6200
Netfang: allegro@allegro.is
Langholtsvegi 109-111,
104 Reykjavík
Stafrænar lausnir frá