Tónfræðin í Allegro

Popp og rokk.
Í september og október kynntum við okkur nokkrar súperstjörnur í popp- og rokkheiminum. Við unnum fjölbreytt verkefni og hlustuðum á Queen, Elvis Presley, Bítlana og Harry Styles. Það var mjög erfitt að velja ;)
Eftir áramótin kynnumst við svo Tina Turner, Dolly Parton, Beyoncé og Adele :)
-Hópar 4 og 5 unnu klippimyndir og teikningar.
-Hópar 1, 2 og 3 lituðu Bítlamynd
Pétur og úlfurinn
Hópur 1 vann verkefni um Pétur og úlfinn í nóvember. Þau lærðu um hljóðfærin, bæði í sjón og eftir heyrn.
Þessa dagana erum við að skapa hljóðverk út frá:
-hryndæmun
-do re mí
-hljóðhreyfingum
-orðum (söguteningum)
Vigdís