Blog Layout

Ungir og efnilegir einleikarar!

17. nóvember 2022

SInfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju þann 26. nóvember kl. 16:00 þar sem fram koma ungir einleikarar og leika einleik með hljómsveitinni. Á meðal þeirra er Haraldur Áss Liljuson sem er fiðlunemandi í Allegro og einnig Margrét Lára Jónsdóttir sem er fyrrum nemandi við Allegro. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Nótuna 2022, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Þetta verða skemmtilegir tónleikar, hvetjum sem flest til að mæta!

Deildu þessari frétt

Við notum vefkökur til að tryggja að við gefum þér bestu upplifunina á vefsíðunni okkar. Til að læra meira, sjá persónuverndarsíðuna.
×
Share by: