Allegro Suzukitónlistarskóli tilnefndur til Íslensku Menntaverðlaunanna

Tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna 2022 voru kynntar í tilefni alþjóðlega kennaradagsins 5. október. Verðlaunin verða svo veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember. Allegro Suzukitónlistarskóli var tilnefndur fyrir einstakan metnað og árangur í tónlistarstarfi.
Í umsögn segir meðal annars:
"Nemendur Allegro fá gott veganesti út í lífið, t.d. að læra að það geta allir náð takmarki sínu ef unnið er stöðugt að því og það skilar sér í allt sem nemendurnir taka sér fyrir hendur seinna á lífsleiðinni. Það er ekki markmið skólans að allir nemendur verði atvinnutónlistarfólk en lögð áhersla á góðan grunn ef þau skyldu kjósa það."
"Metnaður og virðing, ásamt hlýju og kærleika eru mikilvæg gildi í starfi Allegro. Allegro er lítill skóli og því vel haldið utan um nemendur, kennslan er persónuleg og engin/nn týnist í fjöldanum."
Hér má lesa meira um tilnefningarnar.