Strengjasveitarmót á Selfossi
19. október 2022

Helgina 7.-9. október fór fram Strengjasveitarmót á Selfossi. Allegro átti 15 fulltrúa á mótinu, 4 í gulu og 11 í rauðu sveitinni. Mótið átti að standa yfir frá föstudagseftirmiðdegi til sunnudags en vegna slæmrar veðurspár var lokatónleikunum flýtt um einn dag og námskeiðið klárað á laugardagskvöldi. Það þurfti því að æfa mjög mikið á laugardeginum en nemendurnir stóðu sig allir mjög vel og voru skólanum til sóma.
Hápunktur námskeiðisins að mati krakkanna var hins vegar pitsuveislan og diskótekið að loknum tónleikum. Svo héldu allir glaðir en þreyttir heim eftir skemmtilega helgi.