Blog Layout

Íslendingar í Bryanston

13. september 2022

Bryanston 2022 og fyrstu laugardagstónleikar vetrarins


Dágóður hópur nemenda úr Allegro bæði á fiðlu og píanó fór á námskeið í Bryanston á Englandi nú síðla ágústmánaðar. Mjög stór hópur íslendinga var mættur á staðinn svo sem sjá má á myndinni. Nemendur stóðu sig með prýði og voru okkur öllum til sóma. Lilja og Kristinn Örn voru þar bæði að kenna í hópi frábærra kollega víða að, en þetta námskeið er eitt hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Ekki þarf að fjölyrða um hvetjandi áhrif þess að vera í slíku tónlistarumhverfi í góðum félagsskap frá morgni til kvölds í heila viku!

Fyrstu laugardagstónleikar vetrarins


Fyrstu laugardagstónleikar vetrarins verða hóptímadaginn 10. september og þar munu einkum koma fram nemendur skólans sem eru vel heitir og tilbúnir eftir Bryanston námskeiðið. en einnig nemendur sem fóru á námskeið í Dublin.


Deildu þessari frétt

Share by: